14. október 2021

Þemadagar – bleikur dagur – frjálst nesti

Þemadagar – bleikur dagur – frjálst nesti

Síðustu daga hafa verið þemadagar í Akurskóla. Nemendur hafa unnið í anda SKÓLASLITA, hrollvekju eftir Ævar Þór. Á morgun, föstudaginn 15. október lýkur þemadögunum á skertum degi. Kennslu lýkur kl. 10:40. Nemendur hafa skreytt skólann hátt og lágt og bjóðum við foreldrum að koma og kíkja á afraksturinn á milli kl. 10:00 og 10:30. Endilega heimsækið skólann gangið um stofur og skoðið skreytingar og vinnu nemenda.

Á föstudaginn er líka bleikur dagur í skólanum og hvetjum við þá sem eiga eitthvað bleikt að mæta þannig klæddir. Einnig er frjálst nesti þennan dag fyrir þá sem vilja. Ekki má þó koma með sælgæti eða gos þennan dag.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla