Frístundaheimilið Akurskjól

Umsjónarmaður frístundaheimilisins Akurskjóls er Arnar Smárason.

Tölvupóstur: arnar.f.smarason@akurskoli.is

Símanúmer Akurskjóls eru 895 4551

Frístundaheimilið Akurskjól býður upp á fjölbreytta afþreyingu þegar skóladegi nemenda í 1. - 4. bekk lýkur. Markmið starfsins er að hver einstaklingur fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu. Lögð er áhersla á að þroska félagslega færni í samskiptum gegnum leik og starf sem og virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfinu. Þar er leitast við að beita lýðræðislegum starfsháttum, efla hæfni barnanna til að móta sjálfstæðar skoðanir og hafa áhrif á umhverfi sitt og aðstæður.

Í frístundaheimilinu er fjölbreytt dagskrá sem einkennist jafnt af skipulögðum sem og frjálsum leik. Leitast er við að bjóða upp á spennandi viðfangsefni sem veita börnunum útrás fyrir leik- og sköpunarþörf þeirra. Frístundaheimilið Akurskjól er með aðsetur í Tjarnarkoti en hefur annað húsnæði skólans til afnota eins og þörf er á.

Síðdegishressing kemur frá Skólamat og borða nemendur í matsal skólans.

Í frístundastarfi stendur foreldrum til boða að nýta sér frístundaakstur á vegum Reykjanesbæjar. Aksturinn er innifalinn í gjaldi frístundaheimila.

Starfsmenn Akurskjóls eru níu en nemendur úr 8. – 10. bekk sem eru í valgreininni Akurskjól aðstoða í Akurskjóli samkvæmt ákveðnu skipulagi. Frístundaheimilið er lokað á eftirtöldum dögum: starfsdögum, á skólaslitum og þegar árshátíð og jólahátíð er í skólanum.

Opnað er fyrir umsóknir um frístundaheimilin fyrir næsta skólaár í apríl á hverju ári. Sótt er um fyrir hvert skólaár í senn. Nemendur sem hefja skólagöngu að hausti hafa forgang um pláss, ef sótt hefur verið um fyrir 1. maí. Hægt er að sækja um vistun rafrænt inn á mittreykjanes.is.

Að lokinni skráningu getur nemandi hafið dvölina eftir aðstæðum frístundaheimilisins á hverjum tíma. Foreldrar geta miðað við að það taki um tvær vikur að fá pláss. Haft verður samband við foreldra þegar vistun getur hafist.

Ef foreldrar vilja segja upp plássinu þá er mikilvægt að gera það fyrir 15. hvers mánaðar og tekur uppsögnin þá gildi um næstu mánaðamót. Uppsagnareyðublöð er að finna á mittreykjanes.is. Jafnframt er mikilvægt að tilkynna allar breytingar á dvalartíma barns, beint á netfang umsjónarmanns og á mittreykjanes.is.

Nauðsynlegt er að tilkynna veikindi og leyfi til umsjónarmanns eða skólaritara þá daga sem nemendur koma ekki í frístund. Þarf það að berast fyrir klukkan 12.30. Skólareglur Akurskóla gilda einnig á frístundaheimili.

Mikilvægt er að börn séu sótt stundvíslega fyrir kl. 16.15.

Gjaldkeri bæjarskrifstofu Reykjanesbæjar sér um innheimtu gjalda fyrir frístundaskólann. Innifalið í gjaldi er síðdegishressing og frístundaakstur í tómstundir.

 

Starfsáætlun frístundaheimilisins Akurskjóls 2023-2024

Skipulögð dagskrá er alla daga í Akurskjóli. Dagurinn byrjar á að öllum börnum er safnað saman í Akurskjól þar sem merkt er við þá sem mættir eru. Eftir nafnakall er haldið í útiveru. Útivera og hreyfing er mikilvæg og því reynum við að byrja alla daga á útiveru. Svo tekur við síðdegishressingu. Þegar allir hafa fengið sér hressingu er farið í val/hópastarf til lokunnar.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla