Litla upplestrarhátíðin

10.05.2019 15:50:53

Litla upplestrarhátíðin fór fram miðvikudaginn 8. maí. Nemendur 4. bekkjar taka þátt í Litlu upplestrarhátíðinni en hún er undirbúningur fyrir Stóru upplestrarkeppnina sem haldin er ár hvert í 7. bekk.

Góðir gestir í heimsókn

08.05.2019 15:08:37

Í morgun fengum við 16 mjög áhugasama gesti frá Tékklandi í heimsókn. Þetta voru skólastjórnendur, starfsmenn á skólaskrifstofu og kennarar sem skara fram úr í Tékklandi, en þau eru búin að heimsækja nokkra íslenska skóla í vikunni.

Sumargjafir

03.05.2019 12:05:35

Foreldrafélag Akurskóla kom færandi hendi í dag. Guðrún María kom fyrir hönd foreldrafélagsins og gaf okkur sumargjafir. Sigurbjörg skólastjóri tók við gjöfunum fyrir hönd skólans. Takk fyrir okkur.

1. mai

30.04.2019 15:10:16

Á morgun er 1. maí sem er dagur verkalýðsins. Þennan dag er skólinn lokaður og engin kennsla né frístund. Tomorrow, 1st of May, is a public holiday and the school is closed.

Nýtt stjórnendateymi haustið 2019

29.04.2019 19:46:11

Nú hefur verið gengið frá ráðningu í nýtt stjórnendateymi Akurskóla fyrir haustið. Eins og áður hefur verið greint frá þá hefur Þormóður Logi verið ráðinn sem aðstoðarskólastjóri. Í síðust viku var svo gengið frá ráðningu tveggja deildarstjóra. Katrí...

Leikritið Iris frumsýnt í Akurskóla

12.04.2019 08:07:18

Miðvikudaginn 10. apríl var leikverkið Iris frumsýnt í Akurskóla. Nemendur í leiklistarvali í 8. - 10. bekk hafa æft verkið undanfarnar vikur og Kristín Þóra Möller sá um að leikstýra. Frumsýningin heppnaðist mjög vel og var fullt hús af áhorfendum....

Þormóður Logi Björnsson ráðinn aðstoðarskólastjóri Akurskóla

11.04.2019 09:38:06

Þormóður Logi Björnsson hefur verið ráðinn sem aðstoðarskólastjóri Akurskóla frá og með 1. ágúst 2019. Þormóður leysti af í vetur í Akurskóla sem aðstoðarskólastjóri en hefur víðtæka kennslu- og stjórnunarreynslu.  Þormóður vann við Akurskóla sem ken...

Páskafrí

10.04.2019 08:57:10

Páskafrí hefst í skólanum mánudaginn 15. apríl. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 23. apríl.

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

10.04.2019 08:54:18

Þriðjudaginn 9. apríl var Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Reykjanesbæ haldin í Berginu í Hljómahöllinni. Akurskóli átti tvo fulltrúa þær Írisi Sævarsdóttur og Elísabetu Jóhannesdóttur. Þá las Betsý Ásta Stefánsdóttir verðlaunahafi frá því í fy...

Gróa kvödd

03.04.2019 15:13:35

Síðasti dagur Gróu Axelsdóttur aðstoðarskólastjóra Akurskóla var í dag. Hún hefur starfað við Akurskóla síðan haustið 2014 og nú síðast sem skólastjóri í námsleyfi Sigurbjargar Róbertsdóttur. Starfsfólk Akurskóla kvaddi hana með fallegum orðum, blómu...