Fréttir
Skertur dagur og vetrarfrí
Fimmtudaginn 16. október er skertur dagur í Akurskóla. Þann dag er kennt samkvæmt stundakrá til kl. 10:40 hjá 1. - 7. bekk og til kl. 10:50 hjá 8. - 10. bekk. Frístundaskólinn er opinn frá kl. 10:40 fyrir þau börn sem þar eru skráð Föstudaginn 17. október og mánudaginn 20. október er vetrarfrí í Akurskóla. Engin kennsla er þessa daga og frístundahe...
Lesa meiraVerðlaunaafhending Göngum í skólann og Ólympíuhlaup ÍSÍ
Mánudaginn 13. október voru veittar viðurkenningar fyrir Göngum í skólann og Ólympíuhlaup ÍSÍ. Uppbrot var gert á kennslu og öllum nemendum skólans var boðið á athöfnina sem fram fór í íþróttasal Akurskóla. Góð þátttaka var í báðum verkefnum. Veðrið lék við nemendur og starfsfólk í Ólympíuhlaupi ÍSÍ. Hver hringur er 2,5 km og voru veittar viðurkenn...
Lesa meiraHljóðfærakynning frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar
Fimmtudaginn 9. október fóru nemendur í 3.-5. bekk á hljóðfærakynningu í Stapaskóla. Þar var Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar með stutta tónleika og kynningu á hljóðfærum. Nemendur skemmtu sér vel og margir áhugasamir að fara í nám í Tónlistarskólanum....
Lesa meiraFánadagur heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna
Árið 2025 eru tíu ár liðin frá því að 193 þjóðir Sameinuðu þjóðanna, þar á meðal Ísland, settu sér sameiginleg markmið, alls 17 heimsmarkmið um betri heim, sem í grunninn fela í sér að fyrir árið 2030 takist heimsbyggðinni meðal annars að ná tökum á loftslagsbreytingum, auka jöfnuð og útrýma sárafátækt. Í dag tekur Akurskóli þátt í fánadegi heimsma...
Lesa meiraSamtalsdagur 25. september
Fimmtudaginn 25. september er samtalsdagur í Akurskóla. Foreldrar/forráðafólk pantar tíma í viðtal hjá umsjónarkennara í gegnum Mentor. Nemendur mæta í viðtal til umsjónarkennara þennan dag ásamt foreldrum sínum. Hefðbundin kennsla fellur niður þennan dag. Akurskjól, frístundaskólinn, er opinn fyrir þá nemendur sem eru skráðir þar frá kl. 8:20....
Lesa meiraNýjar bekkjarnámskrár birtar á heimasíðu Akurskóla
Við Akurskóla höfum nú birt nýjar og uppfærðar bekkjarnámskrár fyrir skólaárið 2025-2026. Námskrárnar byggja á endurskoðuðum hæfniviðmiðum Menntamálastofnunar og endurspegla áherslur okkar á markvissa og fjölbreytta kennslu. Í námskránum má meðal annars finna: Skiptingu hæfniviðmiða hjá öllum árgöngum í öllum námsgreinum. Ítarlegar upplýsingar um...
Lesa meiraÓlympíuhlaup ÍSÍ
Þann 17. september fór fram Ólympíuhlaup ÍSÍ í Akurskóla. Nemendum var safnað saman við íþróttahúsið og var ræst af stað þaðan kl. 10.00. Hver hringur er 2,5 km og fá þeir sem fara fjóra hringi eða fleiri viðurkenningaskjal fyrir frábæra frammistöðu og seinna verða veitt verðlaun fyrir þann árgang sem fór flesta samanlagða kílómetra á hverju stigi....
Lesa meiraSetning Ljósanætur 2025
Ljósanótt var sett við hátíðlega athöfn í Skrúðgarðinum í Keflavík fimmtudaginn 4. september. Þar var Ljósanæturfáninn dreginn að húni og sungið saman við undirspil. Að lokum komu bræðurnir í Væb og trylltu lýðinn. Nemendur í 3., 7. og 10. bekk voru viðstaddir hátíðina og skemmtu allir sér vel. Af tilefni Ljósanætur þá flöggum við í Akurskóla Ljó...
Lesa meiraSumarlestur - Akurskóli í 2. sæti
Fimmtudaginn 28. ágúst var uppskeruhátíð sumarlesturs bókasafns Reykjanesbæjar. Um 250 börn skráðu sig í sumarlesturinn sem er frábær þátttaka og lásu þau um 900 klukkustundir. Akurskóli las 166 klukkustundir og hafnaði í 2. Sæti og hlaut 25 þúsund króna verðlaun til kaupa á bókum eða spilum á skólabókasafn skólans. Glæsilegur árangur hjá nemendum ...
Lesa meiraKynning á námsmati í Akurskóla
Í Akurskóla vinnum við stöðugt að því að gera námsmat aðgengilegt og skiljanlegra fyrir nemendur og foreldra. Í því skyni höfum við útbúið stutta kynningu sem sýnir hvernig námsmat í Akurskóla er hugsað og hvernig það tengist aðalnámskrá og þeim lögum og reglum sem gilda um námsmat. Meðfylgjandi er tengill á kynningu þar sem farið er yfir helstu ...
Lesa meira
Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.