Fréttir

Sumarlokun skrifstofu
18. júní 2019
Sumarlokun skrifstofu

Skrifstofa skólans verður lokuð frá kl. 12 þriðjudaginn 18. júní. Við opnum skrifstofuna aftur miðvikudaginn 7. ágúst kl. 9:00. Skólasetning verður miðvikudaginn 22. ágúst 2019. Starfsmenn Akurskóla óska nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars. Hlökkum til að sjá alla í haust....

Lesa meira
Skólaslit Akurskóla og útskrift 2019
5. júní 2019
Skólaslit Akurskóla og útskrift 2019

Skólaslit Akurskóla fóru fram miðvikudaginn 5. júní í fjórtánda sinn. Nemendur í 1. – 9. bekk mættu kl. 9 í íþróttahús Akurskóla. Þar fór Sigurbjörg Róbertsdóttir skólastjóri yfir það helsta í skólastarfinu, tvö tónlistaratriði voru flutt en þær Gabríela og Karólína Paszkowska spiluðu tvö lög á píanó. Sigurbjörg þakkaði svo nemendum og foreldrum ...

Lesa meira
Vorhátíð Akurskóla
4. júní 2019
Vorhátíð Akurskóla

Mánudaginn 3. júní var vorhátíð Akurskóla. Þar kepptu árgangar í hinum ýmsu þrautum og átti hver árgangur sinn lit. Það voru því litríkir krakkar sem mættu í skólann á mánudagsmorgun. Í hádegismat voru pylsur og eftir matinn kom BMX brós og skemmtu okkur með frábærri sýningu. Dagurinn gekk í alla staði vel og teljum við að flestir hafi skemmt sér k...

Lesa meira
Samtalsdagur
26. maí 2019
Samtalsdagur

Á morgun, mánudaginn 27. maí, er samtalsdagur í Akurskóla. Nemendur mæta í viðtal ásamt foreldrum/forráðamönnum hjá umsjónarkennara. Foreldrar geta skráð sig á viðtalstíma á www.mentor.is. Frístundaskólinn er opinn kl. 8:10-16:00 þennan dag fyrir þá nemendur sem eru skráðir þar....

Lesa meira
Hraðamælingar við Akurskóla
24. maí 2019
Hraðamælingar við Akurskóla

Nemendur í 6. bekk stóðu vaktina frá 07:50 til 13:45 fyrir utan skólann og mældu hraðann á bílum sem óku fram hjá. Tilgangurinn var að vekja athygli bílstjóra á 30 km hámarkshraða sem er við skólann. Bílar sem óku Tjarnabrautina fram hjá skólanum voru mældir eftir bestu getu. Nemendur héldu uppi spjöldum til að hrósa þeim sem óku á réttum hraða eða...

Lesa meira
Skólablað Akurskóla
22. maí 2019
Skólablað Akurskóla

Í gær kom Kornið, skólablað Akurskóla úr prentun. Í blaðinu er hægt að lesa um skólastarf Akurskóla og  Stapaskóla. Í blaðinu eru viðtöl við núverandi nemendur og íþróttamann Reykjanesbæjar 2018 sem er fyrrum nemandi skólans ásamt því að mikið er af myndum úr skólastarfi skólanna. Blaðið var unnið af nemendaráði skólans og verður ágóði af sölu þess...

Lesa meira
Starfsdagur
21. maí 2019
Starfsdagur

Starfsdagur/teachers work day Miðvikudaginn 22. maí er starfsdagur í Akurskóla. Allir nemendur eiga frí þennan dag. Frístundaskólinn er lokaður. Wednesday the 22nd of May is a teachers work day in Akurskóli. All students have a vacation this day. The after school program is also closed....

Lesa meira
Skólaslit 2019
14. maí 2019
Skólaslit 2019

Miðvikudaginn 5. júní verða skólaslit Akurskóla. Foreldrar og forráðamenn eru hjartanlega velkomnir með börnum sínum. Við hvetjum fjölskyldur að koma gangandi, hjólandi eða með strætó á skólaslitin. Ef fjölskyldur koma á bíl bendum við á bílastæði við unglingaganginn, við Tjarnagrill og við blokkir beint á móti skólanum. Þeir sem leggja upp á grasi...

Lesa meira
Óvissuferð unglingastigs
13. maí 2019
Óvissuferð unglingastigs

Föstudaginn 10. maí var árleg óvissuferð unglingastig Akurskóla. Lagt var af stað frá skólanum kl. 12:00 en í ferðina fóru 74 nemendur ásamt 3 kennurum. Krakkarnir voru mjög spenntir með farangur, svefnpoka og dýnur enda framundan mikið fjör og gisting á óþekktum stað. Fyrsti áfangastaður var Skautahöllin í Laugardal en þar var skautað í diskóljósu...

Lesa meira
Hæfileikahátíð grunnskólanna
10. maí 2019
Hæfileikahátíð grunnskólanna

Hæfileikahátíð grunnskólanna Fimmtudaginn 9. maí fór fram Hæfileikahátíð grunnskólanna. 5. og 6. bekkur fóru fyrir hönd Akurskóla á hátíðina og var 6. bekkur með atriði. Atriðið gekk mjög vel og var þetta hin mesta skemmtun....

Lesa meira
Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla