Vertu næs fyrirlestur

06.02.2017 11:08:16

Í dag kom fulltrúi frá Rauða kross Íslands og hélt fyrirlestur fyrir 6.-10. bekk. Fyrirlesturinn ber heitið Vertu næs og gengur út á jafningjafræðslu þar sem lögð er áhersla á að hafa ekki fordóma gagnvart öðrum. Við hvetjum alla til þess að tileinka...

Samtalsdagur

17.01.2017 14:07:21

Við minnum á samtalsdaginn sem er á morgun, miðvikudaginn 18.janúar. Engin kennsla er þennan dag en frístundarskólinn er opinn frá 8:10-16:00 fyrir þau börn sem búið er að skrá hjá starfsmönnum frístundarskólans.

Niðurstöður úr Skólapúlsinum

10.01.2017 08:31:43

Akurskóli hefur nú fengið niðurstöður úr tveimur mælingum í Skólapúlsinum. Nemendur hafa komið í október og desember í tölvuverið og svarað könnuninni. Niðurstaða hvers þáttar er annað hvort meðaltal mæligilda á bilinu 0 til 10 eða hlutfall svarenda...

Starfsdagur 11. janúar

10.01.2017 08:16:41

Á morgun, miðvikudaginn 11. janúar, er starfsdagur í Akurskóla. Að gefnu tilefni er engin kennsla og frístundarskólinn er lokaður.

Skólastarf hefst að nýju

02.01.2017 13:51:52

Ágætu nemendur og foreldrar/forráðamenn Starfsmenn Akurskóla óskar ykkur gleðilegs árs og þakkar samstarfið á liðnu ári. Við minnum á að skólastarf hefst á nýju ári á morgun, þriðjudaginn 3. janúar. Við byrjum af fullum krafti og kennsla er samkvæmt...

Jólafrí og upphaf skólastarfs í janúar

20.12.2016 10:46:43

Á morgun, miðvikudaginn 21. desember, hefst jólafrí í Akurskóla. Nemendur mæta aftur í skólann samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 3. janúar. Starfsfólk Akurskóla sendir nemendum og aðstandendum þeirra hugheilar jólakveðjur og þakkar samstarfið á árinu...

Jólahátíð Akurskóla

20.12.2016 10:39:08

Jólahátíð Akurskóla var haldin í dag í íþróttasalnum. Hátíðin gekk vel í alla staði og nemendur voru til fyrirmyndar. Nemendur í 5. bekk sýndu helgileik, stúlkur í 7. og 8. bekk sýndu dans og síðan spilaði Skúli undir á meðan allir nemendur dönsuðu í...

Hátíðarmáltíð

16.12.2016 12:16:55

Í gær, fimmtudaginn 15 desember, fór fram hátíðarmáltíð í Akurskóla. Atburðurinn er stór í aðventunni hér í Akurskóla en nemendur og starfsfólk mæta ævinlega prúðbúin og starfsmenn þjóna nemendum til borðs. Í boði var hangikjöt, kartöflur, uppstúf og...

Aðventan í Akurskóla

08.12.2016 12:25:14

Mikið hefur verið um að vera í Akurskóla á aðventunni.  Á mánudaginn kom leikhópurinn Stopphópurinn og sýndi jólaleikritið Sigga og skessan í jólaskapi í íþróttahúsinu fyrir 1.-4. bekk. Leikritið fjallar um að það eru að koma jól og allir að komast í...

Röskun á skólastarfi miðvikudaginn 30. nóvember

29.11.2016 13:07:45

Líkt og fram hefur komið í fréttum munu  grunnskólakennarar ganga úr störfum sínum miðvikudaginn 30. nóvember klukkan 12:30. Þennan dag hefst frístundarskólinn Akurskjól kl. 12:30 fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir. Allir aðrir nemendur í 1. – 10....