8. maí 2015

1. bekkur á Bjarteyjarsand

Miðvikudaginn sl. Þann 6. maí fór 1. bekkur í vorferðalag að sveitabænum Bjarteyjarsandi í Hvalfirði en þar er stunduð sauðfjárrækt og ferðaþjónusta. Nemendur skoðuðu fjárhúsin og sjáu hunda, hesta, kindur, geitur, kanínur og lömb. Krakkarnir fengu að halda á nýfæddum lömbum, klappa kanínunum og hnoðast í heyinu og allt vakti þetta mikla lukku hjá börnunum. Farið var niður í fjöru og voru krakkarnir að leika sér þar, finna skeljar og ýmislegt annað. Í  hádeginu fengu nemendur pylsur og safa. Eftir hádegismatinn var leikið sér á leikvellinum fyrir neðan bæinn og í gömlum traktor sem er á hlaðinu.  Nemendur voru í skýjunum með þessa sveitaferð. 

Hægt er að sjá fleiri myndir á heimasíðu skólans.

 

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla