Viðmið um mætingar
Ástundun nemenda er skráð í skráningarkerfi skólans á Mentor. Í upphafi skólaárs eru allir nemendur án skráninga.
Um seinkomur, brottrekstur og fjarvistir úr tíma:
- Komi nemandi til kennslustofu eftir að kennari hefur lokið við að lesa upp telst hann of seinn.
- Mæti nemandi ekki í kennslustund, fær hann fjarvist.
- Mæti nemandi ekki í kennslustund hefur fulltrúi skólans samband við foreldra/forráðamenn jafnframt því sem umsjónarkennari er upplýstur um málið.
- Kennari sem vísar nemanda úr tíma hefur samdægurs samband við foreldra/forráðamenn og tilkynnir þeim það.
Viðbrögð Akurskóla ófullnægjandi skólasóknar nemenda – skráningar á Mentor
Yfirlit yfir skólasókn er sýnilegt í Mentor. Mikilvægt er að foreldrar/forráðamenn tilkynni skóla um fjarvistir. Umsjónarkennari sendir foreldrum/forráðamönnum yfirlit yfir skólasókn úr Mentor tvisvar sinnum í mánuði yfir skólaárið.
Þegar grunur vaknar um ófullnægjandi skólasókn er mikilvægt að brugðist sé hratt og örugglega við til að stuðla að bættri skólasókn. Þegar grunur vaknar um skólasóknarvanda/skólaforðun skal skoða ástundun nemandans með sérstöku tilliti til dreifingar fjarvista (sbr. einstaka fjarvist yfir langan tíma, margar fjarvistir yfir stuttan tíma). Viðbrögð vegna ófullnægjandi skólasóknar eru í eftirfarandi þrepum. Gott er að styðjast við viðmið um fjölda fjarvista við hvert þrep, en einnig er mikilvægt að viðbrögð séu áætluð út frá stöðu hvers og eins nemanda.
Til viðbótar við viðbragðsáætlun vegna ófullnægjandi skólasóknar, t.d. forföll sem ekki eru tilkynnt til skóla, þarf einnig í einhverjum tilfellum að skoða tilkynnt forföll nánar í tengslum við hugsanlegan skólasóknarvanda. Þegar grunur vaknar um skólasóknarvanda þrátt fyrir tilkynntar fjarvistir, skal skoða tilkynningar um veikindi og leyfi á skólaárinu (staðfest langtímaveikindi eru hér frátalin).
Skóli getur óskað eftir vottorði sé nemandi veikur í meira en einn dag. Viðbrögð vegna ófullnægjandi skólasóknar eru í eftirfarandi þrepum. Gott er að styðjast við viðmið um fjölda veikinda og/eða leyfisdaga við hvert þrep, en einnig er mikilvægt að viðbrögð séu áætluð út frá stöðu hvers nemanda.
Skólinn heldur utan um fleiri skráningar á Mentor en einnig hafa verið gerðar verklagsviðmið um óeðlilegan fjölda seinkoma og símaatvika.
Mæti nemandi ítrekað of seint í kennslustund fylgir umsjónarkennari eftirfarandi þrepum til þess að aðstoða nemandann við að mæta á réttum tíma.
Það sama gildir um símaatvik, sé sími ítrekað að valda nemanda truflun í kennslustund fylgir umsjónarkennari eftirfarandi viðmiðum. Það á einna helst við eldri nemendur þar sem símar eru ekki leyfðir á skólatíma í 1.-8. bekk.
- Beiðni um leyfi
- Eyðublöð
- Innritun
- Læsisstefna Reykjanesbæjar
- Menntastefna Reykjanesbæjar
- Mötuneyti og matseðill
- Nemendaráðgjafi
- Persónuverndarstefna Akurskóla
- Röskun á skólastarfi vegna veðurs
- Skólaheilsugæsla
- Stoðþjónusta - Verklagsreglur
- Upplýsingaöryggisstefna nemendaskrár Akurskóla
- Valgreinar
- Viðbrögð við vá
- Viðbrögð gegn einelti
- Viðbrögð vegna flensufaraldurs
- Viðmið um mætingar
Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.