Skólareglur Akurskóla

Skólabragur
Áhersla er lögð á að skapa jákvæðan skólabrag og að góður vinnuandi sé ríkjandi. Allir í skólanum stuðli að góðum starfsanda þar sem öryggi, vellíðan og heilbrigði eru í fyrirrúmi. Við viljum að gagnkvæmt traust, virðing, samábyrgð, tillitssemi og fáguð framkoma sé höfð að leiðarljósi. Námsagi einkennist af því að tillit sé tekið til þarfa nemenda, þroska þeirra og hæfni með áherslu á mannréttindi, jafnrétti, lýðræðisleg vinnubrögð og bann við mismunun af öllu tagi.


Skólareglur og agi

1.      Kurteisi: Við förum ávallt eftir fyrirmælum kennara og starfsfólks skólans. Við göngum vel um skólann og berum virðingu fyrir einkalífi og eigum annarra.

2.      Heilbrigði: Við hugum að heilsu okkar.

3.      Öryggi: Við stofnum okkur sjálfum eða öðrum ekki í hættu með orðum eða gjörðum.

Kurteisi: Við sinnum náminu af áhuga og samviskusemi og truflum ekki kennslustundir. Við geymum yfirhafnir og skó í skápum og hillum. Við berum sjálf ábyrgð á okkar persónulegu hlutum s.s. farartækjum, fatnaði og símum. Notkun síma er óheimil nema með sérstöku leyfi kennara. Myndatökur nemenda eru óheimilar á skólatíma og á viðburðum á vegum skólans.

Heilbrigði: Við komum með hollt nesti. Öll notkun tóbaks, áfengis, orkudrykkja, rafretta og annarra vímuefna er stranglega bönnuð.

Öryggi: Við dveljum á skólalóðinni á skólatíma en notum ekki hjól, hlaupahjól, vespur eða önnur farartæki á skólalóðinni á skólatíma. Við beitum ekki ógnun, ögrun, hótunum eða ljótum orðum. Andlegt og/eða líkamlegt ofbeldi er aldrei liðið þ.m.t. einelti. Barefli, vopn eða eldfæri má ekki koma með í skólann.

Skólareglur Akurskóla voru endurskoðaðar vorið 2019. Nemendur, foreldrar og skólaráð fengu þær til umsagnar haustið 2019.

Skólareglur á pdf formi. 

Verklagsreglur við brotum á skólareglum

Reglur um ástundun í Akurskóla

 • Foreldrar fylgjast með ástundun barna sinna á Mentor.
 • Foreldrum er skylt að tilkynna um forföll eða fjarveru barna sinna til skólans. Ef nemandi er veikur þarf að tilkynna um veikindin á hverjum degi.
 • Umsjónarkennarar fylgjast einnig með ástundun nemenda sinna og gefa þeim reglulega yfirlit um hvernig þeir standa sig.
 • Umsjónarkennari hefur samband við foreldra ef mætingar nemanda eru ekki í samræmi við viðmið.
 • Ef ástundun lagast ekki hefur umsjónarkennari samband við skólastjórnendur sem boðar foreldra/forráðamenn til fundar.
 • Ef nemandi heldur áfram viðteknum hætti eftir íhlutun skólastjórnenda er málinu vísað áfram til nemendaverndarráðs og/eða barnaverndaryfirvalda.
   

Mikilvægt er að heimili og skóli vinni sameiginlega að lausn mála sem upp koma.

Yfirlit yfir ástundun nemanda er birt á vitnisburðablaði tvisvar á ári og er aðgengilegt á Mentor allt skólaárið.

 • Reykjanesbær
 • Heimili og skóli
 • Foreldrafélag Akurskóla