Nemendaráðgjafi
Nemendaráðgjafi sinnir persónulegri ráðgjöf við nemendur sem eiga í námstengdum og persónulegum vanda. Hann sér um einstaklings- og hópráðgjöf fyrir nemendur. Nemendaráðgjafi vinnur einnig að forvörnum innan skólans og leiðir hóp starfsfólks sem eru í eineltisteymi skólans.
Nemendaráðgjafi veitir nemendum ráðgjöf um náms- og starfsval og fræðslu um nám, störf og atvinnulíf. Hann leiðbeinir nemendum um góð vinnubrögð og námsvenjur. Hann aðstoðar nemendur við að gera sér grein fyrir áhugasviðum sínum og að setja sér markmið.
Nemendaráðgjafi vinnur í nánu samstarfi við foreldra, kennara og annað starfsfólk skólans. Einnig hefur hann samráð og samstarf við aðra sérfræðinga innan eða utan skólans, svo sem kennara, sérkennara, hjúkrunarfræðing, skólasálfræðing og vísar málum einstaklinga til þeirra eftir því sem við á. Nemendaráðgjafi situr nemendaverndarráðsfundi.
Nemendaráðgjafi skólans er Ragnhildur Birna Hauksdóttir
- Beiðni um leyfi
- Eyðublöð
- Innritun
- Læsisstefna Reykjanesbæjar
- Menntastefna Reykjanesbæjar
- Mötuneyti og matseðill
- Nemendaráðgjafi
- Persónuverndarstefna Akurskóla
- Röskun á skólastarfi vegna veðurs
- Skólaheilsugæsla
- Stoðþjónusta - Verklagsreglur
- Upplýsingaöryggisstefna nemendaskrár Akurskóla
- Valgreinar
- Viðbrögð við vá
- Viðbrögð gegn einelti
- Viðbrögð vegna flensufaraldurs
- Viðmið um mætingar
Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.