Foreldrafélag

Hér getur þú nálgast allar helstu upplýsingar varðandi foreldrastarf í Akurskóla
Ef þér finnst einhverjar upplýsingar vanta þá endilega hafðu samband við stjórn félagsins.

Fundargerðir

Lög félagsins

Foreldrafélagið er einnig með facebooksíðu þar sem foreldrar/forráðamenn og aðrir sem áhuga hafa á geta skráð sig á síðuna, fylgst með því sem er framundan og tekið þátt í umræðunni.

Slóðin er https://www.facebook.com/Foreldraf%C3%A9lag-Akursk%C3%B3la-100162140141894

Foreldrafélag Akurskóla er félag allra foreldra/forráðamanna nemenda í Akurskóla og er skammstafað FFA. Stjórn FFA hefur umsjón með starfsemi félagsins í samvinnu við foreldra úr hverjum árgangi og fulltrúa foreldra í skólaráði. Haldnir eru stjórnarfundir ásamt félagsfundum eins oft og þurfa þykir, þar sem unnið er að markmiðum félagsins og verkefnum skipt á milli félagsmanna. Stjórn FFA boðar til fundanna. Starfsár FFA telst vera frá aðalfundi í september til næsta aðalfundar ári síðar. FFA starfar með FFGÍR, sem stendur fyrir Foreldrafélög grunnskóla í Reykjanesbæ.

Markmið

  • Að vinna að velferð nemenda.
  • Að efla hag skólans og koma á farsælu samstarfi milli skólans og heimila nemenda.
  • Að efla starf foreldrafélagsins og gera það sýnilegra í skólasamfélaginu.
  • Að auðvelda störf foreldra í foreldrafélagi og tryggja samfellu í starfinu.
  • Að allir félagsmenn hafi gott aðgengi að félaginu og starfsemi þess í gegnum Facebook síðu félagsins og heimasíðu skólans og það birti þar reglulega fréttir frá félaginu sem og fundargerðir.
  • Að hvetja foreldra til að halda viðburði, einn á hvorri önn fyrir hvern árgang.
  • Að styrkja og efla virkni foreldra.

Til að ná þessum markmiðum heldur félagið reglulega félagsfundi þar sem lögð er áhersla á fræðslu, skemmtun og upplýsingamiðlun.

Stjórn FFA 2023-2024

Kristín Þóra Möller, formaður s: 699 4907
Þóra Guðrún Einarsdóttir, gjaldkeri s: 897 9753
Berglind Ýr Kjartansdóttir, ritari, s: 869 5961
Rósa Jóhannsdóttir s: 612 2590
Ásta María Guðmundsdóttir s: 868 0550
Eyrún Guðnadóttir s: 845 2121

Skólaráð Akurskóla

Borghildur Ýr Þórðardóttir og Eybjörg Helga Daníelsdóttir sitja í skólaráði fyrir hönd foreldra.

Starfsáætlun 2023-2024

Stjórn foreldrafélagsins fundar u.þ.b. mánaðarlega, fyrsta mánudag milli kl. 19:30-21:00. Fundargerðir verða aðgengilegar á heimasíðu Akurskóla.

 

Að auki stendur félagið fyrir fræðslu fyrir foreldra í samstarfi við FFGÍR. Þeir viðburðir verða auglýstir sérstaklega.

Undirbúningur ýmissa atburða

FFGÍR- fyrirlestrar

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla