Innritun

Foreldrar/forráðamenn

Vinsamlegast athugið að þau börn sem skráð eru með lögheimili í Innri-Njarðvík eru ekki skráð í skólann sjálfkrafa þegar þau eiga að hefja nám í 1. bekk. Skrá þarf öll börn í skólann í gegnum Mitt Reykjanes.

Þeir sem ekki ætla með börn sín í Akurskóla þurfa að sækja sérstaklega um skólavist í þann skóla sem viðkomandi ætlar í.

Allir foreldrar eiga kost á að sækja um skóla fyrir börn sín hvar sem er í bænum skv. innritunarreglum. 
Nemendur með lögheimili í tilteknu skólahverfi hafa þó forgang á skólavist ef skóli þarf að takmarka nemendafjölda.

Allar breytingar þarf að tilkynna sem orðið hafa hjá eldri nemendum eins og t.d. ný heimilisföng, símanúmer eða netföng. 

Tekið er við umsóknum um skólavist á Mitt Reykjanes og á skrifstofu Akurskóla.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla