10. bekkur í Alþingishúsið
Nemendur 10.bekkjar skelltu sér í höfuðborgina í gær. Þeir heimsóttu Alþingishúsið og fengu kynningu á störfum þingmanna ásamt fræðslu um sögu hússins. Því miður var ekki í boði að taka myndir en Alþingishúsið er hið glæsilega eftir umfangsmiklar endirbætur á árunum 2003-2005. Nemendur fengu að sjá þingsalinn, fundaherbergi og skrifstofu þingforseta. Þeir fengu einnig að fara á þingpalla og þótti þeim það mjög merkilegt. Flestir voru þó sammála því að allt virtist töluvert minna í eigin raun miðað við það sem virðist vera í sjónvarpi. Að heimsókninni lokinni snæddu nemendur hádegismat á Café Paris. Ferðin gekk mjög vel í alla staði og voru nemendur 10. bekkjar alveg til fyrirmyndar eins og ávallt. 


Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.