21. maí 2015

2. bekkur í vorferð

2. bekkur fór í sína vorferð í síðustu viku. Þau byrjuðu á því að fara út á Garðskaga  þar sem þau fengu að borða nestið sitt. Þar fóru þau í fjöruna og leituðu af dýrum en fundu aðeins eina lifandi marfló í fjörunni. Þaðan var haldið á Þekkingarsetrið í Sandgerði  og fengu nemendur að skoða  það sem þau fundu fjörunni í víðsjá.  Í Þekkingarsetrinu var  farið í ratleik um safnið og skoðað sýninguna Pourquoi-Pas. Þau enduðu vorferðina  á því að fara út að borða á Mamma mía í Sandgerði. Frábær dagur hjá 2. bekk

Hægt er að skoða fleiri myndir á myndasafni skólans. . 

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla