4. bekkur í Orkuverið Jörð

Nemendur í 4. bekk fóru í vorferð miðvikudaginn sl. og heimsóttu Orkuverið Jörð. Þar fræddust þau um græna orku og hvernig hún er framleidd. Þau fengu að skoða og fræðast um himintunglin og allskonar krafta. Nemendurnir fengu að upplifa jarðskjálfta þar sem þau gátu valið t.d. um jarðskjálftann sem var árið 2000 á Suðurlandi. Frá Orkuverinu Jörð var farið að Brúnni milli heimsálfa og var ætlunin að eyða tíma þar en þá var farið að hvessa og sandrokið var það mikið að ákveðið var að fara tilbaka í Akurskóla og ljúka vordeginum þar. Ríkharður stjórnandi Orkuversins Jarðar hafði orð á því að það hefði verið virkilega gaman að fá svona áhugasaman, kurteisan og góðan hóp í heimsókn. Sjá fleiri myndir í myndasafni.

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.