Aðalfundur FFA í kvöld kl 20

Við minnum á aðalfund foreldrafélags Akurskóla sem verður haldinn í kvöld, miðvikudaginn 20. maí kl. 20:00 á sal skólans.
Við hvetjum alla foreldra til að mæta á fundinn, sýna sig, sjá aðra og fá að kynnast störfum foreldrafélagsins.
Veist þú að foreldrum ber lögum samkvæmt að taka þátt í skólastarfi barna sinna!
Veist þú hvað við gerum við peningana þína?
Veist þú hvernig við foreldrar getum haft áhrif, bæði innan Akurskóla og skólasamfélag Reykjanesbæjar?
Veist þú að þátttaka foreldra í skólastarfi hefur jákvæð áhrif á hvernig barninu þínu líður í skólanum?
Ef svar þitt við einhverri af spurningunum hér að ofan er "nei" átt þú meira en fullt erindi á aðalfund foreldrafélagsins. Þar færðu svörin við spurningunum hér að ofan
Dagskrá:
Hefðbundin aðalfundarstörf
Kosning stjórnar
Önnur mál
Ef foreldrar óska eftir að gera breytingar á lögum foreldrafélagsins verða tillögur að berast stjórninni fyrir 10. maí næstkomandi. Lög félagsins má finna í handbók fyrir foreldra inni á slóðinni: http://www.akurskoli.is/media/3/foreldrahandbok-2013-14.pdf
Sjáðu hvernig við foreldrar getum haft áhrif.
Kaffi og 'meððí' í boði foreldrafélagsins.
Kveðja
stjórn foreldrafélagsins

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.