11. desember 2014

Aðventan í Akurskóla

Aðventan í Akurskóla

Í Akurskóla er nóg að gera á aðventunni. Hefðbundið skólastarf er brotið upp með upplestri rithöfunda, jólaföndri, kirkjuferð og hátíðarmat þar sem starfsfólk skólans þjónar til borðs.

Sú hefð er hjá okkur að fara með nemendur í Njarðvíkurkirkju á aðventunni. Vegna veðurs áttum við notalega stund saman á sal í dag þar sem Séra Baldur sagði nemendum sögu þar sem hann fór inn á þakklæti, umhyggju, kærleikann og minnast þeirra sem minna mega sín yfir hátíðarnar. Einnig voru sungin jólalög og þökkum við séra Baldri fyrir móttökur. 

 

 

Nemendaráð sá um að setja upp jólaskreytingar eru um allan skólann.

 

?

?

 

 

Leikskólakrakkarnir af Holti komu í vikunni í heimsókn og hlustuðu á jólasöguna "Rauða húfan" og fengu kalda mjólk og piparkökur. Þau voru mjög ánægð með þetta. Fengu að skoða bókasafnið í leiðinni. Leikskólakrakkarnir af Akri koma í næstu viku. 

Jólabingó verður þriðjudaginn 16. desember

Hátíðarmatur verður miðvikudaginn 17. desember 

Litlu jólin verða föstudaginn 19. desember 

 

Jólafrí hefst eftir litlu jólin þann 19. desember og skólinn hefst aftur samkvæmt stundarskrá mánudaginn 5. janúar 2015. 

 

Mæting á litlu jólin sem verða 19. desember 

Kl.8:30-10:00

Kl.9:15-10:45

KL.10:00-11:30

Kl.10:45-12:15

1. bekkur 

2. bekkur   

3. bekkur 

4. bekkur 

8. bekkur

5. bekkur 

6. bekkur 

7.bekkur 

 

9. bekkur 

 

10. bekkur  

 

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla