28. nóvember 2014

Ævar vísindamaður

Ævar vísindamaður

Ævar Þór Benediktsson, betur þekktur sem Ævar vísindamaður, heimsótti krakkana í 1.-7. bekk í morgun og las fyrir þá úr nýútkominni bók sinni Þín eigin þjóðsaga. Nemendur voru mjög áhugasamir um lestur Ævars. Lestrarátak Ævars vísindamanns stendur yfir til 1. febrúar og við hvetjum því nemendur okkar eindregið til að taka þátt með því að skrá þrjár bækur sem þeir lesa á þar til gerða miða og skila í kassann á bókasafni skólans. Heppnir þátttakendur gætu orðið persónur í næstu bók Ævars.

Við þökkum Ævari kærlega fyrir komuna. 

?

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla