10. maí 2013

Afhjúpun útilistaverks og setning Barnahátíðar

Afhjúpun útilistaverks og setning Barnahátíðar

 

Í dag, föstudaginn 13. maí, hefur verið mikið um að vera hjá nemendum Akurskóla. Strax í morgun fóru nemendur í 1., 3. og 8.-9. bekk niður að Brynjólfi, gamla frystihúsinu, þar sem útilistaverk nemenda var afhjúpað. Verkið ber heitið Heimur undirdjúpanna og eru mörg lítil leirlistaverk hengd á net á vegg hússins. Helga Lára Haraldsdóttir hefur stýrt vinnu við verkið og voru nemendur hæstánægðir með útkomuna.
Þá héldu nemendur í 5. og 6. bekk í Stapa kl. 10 og voru við setningu Barnahátíðar. Þar komu fram fjöldinn af nemendur grunnskólanna á svæðinu, hver með sitt atriði. Leiklistarval Akurskóla sýndi þar brot úr verki sem frumsýna á í júní. Leikstjóri verksins er Jóna Guðrún Jónsdóttir.
Klukkan 14 sýna svo nemendur Akurskóla leikverk á Nesvöllum en þar verður á ferðinni hressileg útgáfa af Rauðhettu.
Frábær dagur og mikið um að vera!
 
Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla