22. maí 2023

Áhrif boðaðs verkfalls starfsfólks í Stéttarfélaginu STFS

Áhrif boðaðs verkfalls starfsfólks í Stéttarfélaginu STFS

Upplýsingar vegna boðaðs verkfalls starfsfólks í Stéttarfélaginu STFS (Starfsmannafélagi Suðurnesja) þriðjudaginn 23. maí og til hádegis fimmtudaginn 25.maí.

Boðað verkfall starfsfólks STFS mun hafa áhrif á skólastarf þá daga sem það stendur yfir. Í fyrstu er búið að boða til verkfalls dagana 23. maí til kl. 12.00, 24. maí allan daginn og 25. maí til kl. 12.00.

Starfsfólkið sem þetta varðar eru umsjónarmaður fasteignar, skrifstofustjóri, stuðningsfulltrúar og starfsfólk í frístund.  

Þetta hefur í för með sér mjög skerta starfsemi á skrifstofu skólans þessa daga og ekki verður svarað í síma. Störf sem stuðningsfulltrúar sinna falla niður s.s. gæsla frá 8.00-8.20, stuðningur inni í bekk, gæsla í frímínútum, aðstoð í hádegi, gæsla í hádegi og frístundaskólinn verður lokaður 24. maí.

Við vonum að foreldrar sýni þessum aðgerðum og skertu skólastarfi skilning en við höfum leitað leiða til að hafa sem mest skólastarf þessa daga. Á sama tíma leggjum við okkur fram um að virða þær leikreglur sem gilda þegar til verkfalls kemur og göngum ekki í störf fólks sem berst fyrir bættum kjörum enda er það lögbrot.

Þeir árgangar sem eiga skipulagðar vorferðir á þessum tíma fara í þær samkvæmt skipulagi.

Ef til verkfalls kemur verður kennsla og starf í Akurskóla með eftirfarandi hætti:

Þriðjudagur 23. maí

Skólinn lokaður til kl. 8.20

1. – 6. bekkur: Skólinn opnar kl. 8.20. Kennsla samkvæmt stundaskrá frá kl. 8.20 til kl. 9.30. Nemendur fara heim kl. 9.30. Nemendur mæti aftur í skólann kl. 12.00 og er kennsla samkvæmt stundaskrá frá kl. 12.00 þar til skóla lýkur þennan dag. Frístundaskólinn Akurskjól opinn fyrir þá sem þar eru skráðir.

8. – 9. bekkur: Kennsla frá kl. 8.30 til kl. 9.30. Nemendur fara heim í frímínútum þar sem enginn gæsla er á göngum skólans. Nemendur koma aftur til kennslu kl. 9.50 og kennt er til kl. 11.50. Hádegisverður er í boði kl. 12.00 fyrir þá nemendur sem eru í mat hjá Skólamat. Kennsla hefst eftir hádegismat kl. 12.20.

10. bekkur í vor- og útskriftarferð.

7. bekkur í vorferð

Lindin (sértækt námsúrræði) er lokuð til kl. 12.00.

Foreldrar tilkynni forföll nemenda í gegnum Mentor, síminn lokaður til kl. 12.00.

Miðvikudagur 24. maí

Skólinn lokaður til kl. 8.20

1. – 6. bekkur: Skólinn opnar kl. 8.20. Kennsla frá 8.20 til 9.30. Nemendur fara heim kl. 9.30. Enginn frekari kennsla er þennan dag og frístundaskólinn er lokaður.

7. og 9. bekkur: Kennsla frá kl. 8.20 til kl. 9.30. Nemendur fara heim í frímínútum þar sem enginn gæsla er á göngum skólans. Nemendur koma aftur til kennslu kl. 9.50 og er kennt til kl. 11.50. Nemendur fara heim í hádegisverð þennan dag og koma aftur í kennslu kl. 12.20.

10. bekkur í vor- og útskriftarferð.

2. og 8. bekkur í vorferð.

Lindin (sértækt námsúrræði) er lokuð þennan dag.

Foreldrar tilkynni forföll nemenda í gegnum Mentor, síminn lokaður allan daginn.

 

Fimmtudagur 25. maí

Skólinn lokaður til kl. 8.20

1. – 6. bekkur: Skólinn opnar kl. 8.20. Kennsla frá kl. 8.20 til 9.30. Nemendur fara heim kl. 9:30. Nemendur mæti aftur í skólann kl. 12.00 og er kennsla frá 12.00 þar til skóla lýkur samkvæmt stundaskrá þennan dag. Frístundaskólinn Akurskjól opinn fyrir þá sem þar eru skráðir.

7. – 9. bekkur: Kennsla frá kl. 8.30 til kl. 9.30. Nemendur fara heim í frímínútum þar sem enginn gæsla er á göngum skólans. Nemendur koma aftur til kennslu kl. 9.50 og er kennt til kl. 11.50. Hádegisverður er í boði kl. 12.00 fyrir þá nemendur sem eru í mat hjá Skólamat. Kennsla hefst eftir hádegismat kl. 12.20.

10. bekkur í vor- og útskriftarferð.

Lindin (sértækt námsúrræði) er lokuð til kl. 12.00.

Foreldrar tilkynni forföll nemenda í gegnum Mentor, síminn lokaður til kl. 12.00.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla