14. september 2023

Akurinn - þróunarverkefni á unglingastigi

Akurinn - þróunarverkefni á unglingastigi

Akurinn er þróunarverkefni í Akurskóla sem byggir á því að samþætta bóklegar námsgreinar á unglingastigi. Ákveðinn tímafjöldi sem áður tilheyrði ákveðnum fögum er nú tileinkaður Akrinum. Í Akrinum er unnið að hæfniviðmiðum ólíkra námsgreina í þemum. Nemendur eru ýmist í blönduðum árgangahópum eða vinna með sínum árgangi eftir því hvort að allir eru að vinna sömu verkefni eða hvort það séu ólík verkefni milli árganga.

Það sem af er skólaárinu er upplifun kennara af Akrinum sú að verkefni fá meira rými, hægt er að hafa verkefni viðameiri og gefa þeim meiri tíma. Einnig gefst meiri tími til að kynnast nemendum.

Upplifun nemenda af Akrinum er að þetta sé gott fyrirkomulag og þeir nefna að það sé ágætt að vera ekki alltaf með bekknum og Akurinn gefur þeim tækifæri til að vinna verkefni vel því þeir hafi nægjanlegan tíma til að sökkva sér í verkefnin.

Fyrsti Akurinn var Verklagsbingó þar sem nemendur unnu með öll helstu forrit sem notuð eru í skólanum ásamt því að nemendur voru að kynnast uppbyggingu verkefnanna. Annars vegar vinna nemendur skylduverkefni sem allir vinna og hins vegar valverkefni þar sem nemendur velja eitt eða fleiri verkefni úr nokkrum verkefnum til að vinna.

Verkefnið á Akrinum um ólíkar fjölskylur er lokið og lauk með nemendakynningum. Þar kynntu nemendur sér ólíkar fjölskyldugerðir, uppbyggingu ættartrjáa og nota fréttamiðla í upplýsingaleit.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla