10. febrúar 2023

Akurpenninn

Akurpenninn

Á degi íslenskrar tungu  hefst ljóðasamkeppnin Akurpenninn hjá nemendum á miðstigi. Nemendur fá kennslu í ljóðagerð og semja síðan sitt eigið ljóð. Mikill metnaður er lagður í þetta hjá nemendum og komu glæsileg ljóð í keppnina. Sá árgangur sem ber sigur úr bítum fær Magneubikarinn en  Akurpenninn er til minningar um Magneu Ólafsdóttur fyrrum kennara í Akurskóla, sem lést um aldur fram. Einnig voru valin tvö ljóð sem þóttu skara framúr og fengu sigurvegarar viðurkenningaskjal og gjafabréf í Huppu. 

6. bekkur hlaut Magneubikarinn í ár en skemmtilega vill til að sami árgangur vann í fyrra. 

Þær Eva Sól í 5. bekk og Iga Maria í 6. bekk fengu viðurkenningu fyrir ljóðin sín.  

 

Árið eftir Evu Sól 

Í janúar er komið nýtt ár. 

Febrúar er fljótari að líða. 

Mars er eins og súkkulaði. 

Apríl nálgast sumarið. 

Í maí springa blómin út. 

Júní kemur með sumarið. 

Júlí er frí mánuður. 

Í ágúst byrjar skólinn. 

Í September byrja laufin að falla. 

Október er ógnvekjandi. 

Í nóvember er nóg að ger. 

Desember er hátíð ljóss og friðar. 


Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla