Akurskóli fagnar 20 ára afmæli
Akurskóli fagnaði 20 ára afmæli sínu með hátíðlegri athöfn föstudaginn 7. nóvember. Nemendur, starfsfólk, foreldrar og góðir gestir komu saman í íþróttahúsi skólans þar sem fjölbreytt dagskrá fór fram. Veislustjóri bauð gesti velkomna og flutt voru ávörp frá skólastjóra, bæjarstjóra og forseta Íslands.
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, afhenti skólanum blómvönd og bækur að gjöf í tilefni dagsins. Foreldrafélag Akurskóla færði skólanum einnig veglega gjöf – nýja myndavél sem mun nýtast vel. Þá færðu aðrir skólar á svæðinu skólanum einnig spil að gjöf sem mun nýtast í starfi skólans.
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, ávarpaði nemendur sérstaklega og hvatti þau til að virða fjölbreytileikann, vera riddarar kærleikans, aðstoða hvert annað og hjálpast að í leik og starfi. Heimsókn forsetans var einkar ánægjuleg á þessum skemmtilega degi og gerði daginn enn hátíðlegri.
VÆB bræður stigu svo á stokk og tóku þrjú lög fyrir gesti.
Að lokinni dagskrá í íþróttahúsinu var boðið upp á kökur og djús í skólanum sjálfum þar sem gestir og nemendur gátu notið veitinga.
Ávarp skólastjóra má finna hér.
Fleiri myndir eru væntanlegar í myndasafn skólans fljótlega.



Dröfn Rafnsdóttir, Lars Imsland, Bryndís Guðmundsdóttir, Gróa Axelsdóttir og Þormóður Logi Björnsson en þau hafa öll gegnt stöðu aðstoðarskólastjóra í Akurskóla.
Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.


