Akurskóli í Skólahreysti í dag kl. 17

Í dag, miðvikudaginn 3. maí klukkan 17:00, keppir lið Akurskóla í Skólahreysti. Keppnin er haldin í Laugardalshöllinni og verður í beinni útsendingu á RÚV. Liðið hefur undirbúið sig vel í vetur undir stjórn íþróttakennaranna Jóns Ásgeirs og Hjördísar. Stór hópur nemenda af unglingastigi fer með rútu á keppnina og mun hvetja liðið áfram.
Lið Akurskóla er skipað:
Upphífur og dýfur: Denas Kazulis
Armbeygjur og hreystigreip: Katla María Riley
Hraðaþraut: Elvar Ásmundsson og Lucja Grazyna Oscilowicz
Varamenn: Freyr Daðason og Júlía Dögg Ragnarsdóttir
Hvetjum alla til að fylgjast með á RÚV. ÁFRAM AKURSKÓLI!

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.