23. ágúst 2023

Akurskóli og Krambúðin opna pokastöð

Akurskóli og Krambúðin opna pokastöð

Nemendur í Akurskóla hafa undanfarin ár saumað fjölnota poka í textíl sem aukaverkefni hjá Silju Konráðsdóttur Textílkennara. Upphaflega stóð til að við færum af stað vorönn 2020 en vegna utanaðkomandi ástæðna var ákveðið að bíða aðeins.

Í dag var verkefnið formlega sett af stað, nemendur í 5. bekk fóru með pokana og komu þeim fyrir í Krambúðinni og því geta kúnnar úr hverfinu sem gleyma fjölnota poka nú fengið lánaðan poka hannaðan af nemendum Akurskóla.

Við vonum að það verði gagn af þessu fyrir hverfið og að fólk noti pokana en muni jafnframt eftir að skila þeim næst þegar farið er út í búð.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla