Akurskóli settur skólaárið 2025-26

Mánudaginn 25. ágúst var fyrsti dagur skólaársins 2025-26. Nemendur í 2.-10. bekk mættu í heimastofur kl. 8.30 og lauk skóla kl. 11.00. Nemendur voru eftirvæntingarfullir að mæta aftur í skólann eftir gott sumarfrí og voru glaðir að hitta skólafélagana.
Tekið var á móti nemendum í 1. bekk og foreldrum þeirra á sal Akurskóla þar sem Þormóður Logi Björnsson aðstoðarskólastjóri bauð alla velkomna með stuttu ávarpi og setti skólann. Nemendur voru kallaðir upp og fengu afhenta rós. Að setningu lokinni fylgdu þeir umsjónarkennurum í heimastofu.
Við í Akurskóla erum spennt fyrir komandi skólaári og hlökkum til samstarfsins í vetur.

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.