Árshátíð

Árshátíð Akurskóla verður:
17. MARS
Bekkir: |
Mæting nemenda til umsjónarkennara: |
Árshátíð á sal hefst: |
7.-10. bekkur |
Kl. 19:00 |
Kl. 19:30 |
Foreldrar/forráðamenn eru velkomnir á árshátíðina.
Við hvetjum nemendur að koma snyrtilega klædda.
Kl 21:00 fara foreldrar og systkini heim og diskó hefst fyrir nemendur þar sem Heiðar Austmann mun þeyta skífum.
Sjoppa verður á staðnum.
18. MARS
Bekkir: |
Mæting nemenda til umsjónarkennara: |
Árshátíð á sal hefst: |
1. - 2. bekkur |
Kl. 08:10 |
Kl. 08:30 |
3. - 4. bekkur |
Kl. 10:10 |
Kl. 10:30 |
5. - 6. bekkur | Kl. 12:10 | Kl. 12:30 |
Foreldrar/forráðamenn eru velkomnir á árshátíðina.
Við hvetjum nemendur að koma snyrtilega klædda.
Frístundarskólinn Akurskjól starfar ekki þennan dag.
Kaffihlaðborð verður í hverju rými fyrir sig í boði foreldra:
Sú hefð er hér í Akurskóla að hver nemandi kemur með eitthvað góðgæti á hlaðborð sem foreldrar og börn hafa útbúið. Hver og einn mun sjá um sína drykki en kaffi verður í boði.
Við höfum ákveðið að strákar komi með sætt (t.d. kökur, súkkulaðikökur, martenstertur, rjómakökur, muffins, kanilsnúða o.s.frv.) og stelpur komi með ósætt(t.d kalda brauðrétti, smurt brauð, brauð og salat, flatbrauð, pizzasnúða, pönnukökur, grænmeti, ávexti o.s.frv.)

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.