29. mars 2023

Árshátíð Akurskóla

Árshátíð Akurskóla

Fimmtudaginn 23. mars og föstudaginn 24. mars var árshátíð Akurskóla haldin á sal skólans

 

Nemendur í 7. -10. bekk voru með sína árshátíð á fimmtudagskvöldið og var hver árgangur með sitt atriði. Hefð er fyrir því að 10. bekkur sýni myndband, sem þau hafa unnið í yfir árið og var það stórskemmtilegt. Nemendur í 7. bekk voru með kennaragrín, 8. bekkur með Idol og 9. bekkur hélt Akur got talent. Að loknum skemmtiatriðum kom DJ Ólafur Jóhann og hélt uppi stuðinu. Einnig kom tónlistarmaðurinn Issi og skemmti krökkunum. Frábær árshátíð og skemmtu allir sér konunglega. 

Árshátíð 1.-6. bekkjar var síðan haldin á föstudeginum en nemendur í 1.-3. bekk hófu daginn á leik og söng. 1. bekkur kynnti fyrir okkur húsdýrin, 2. bekkur sögðu frá því sem þá langar að verða og að við eigum að láta drauma okkar rætast. 3. bekkur var síðan í Eurovisiongír og dönsuðu og sungu. 

Nemendur í 4.-6. bekk enduðu svo árshátíðarvikuna á frábærum atriðum. Nemendur í 4. bekk sungu og léku atriði úr Matthildi. 5. bekkur var með stutta leikþætti og 6. bekkur var með hæfileikakeppni. 

Boðið var uppá köku, kaffi og djús eftir árshátíðirnar á föstudeginum og fóru allir glaðir inn í helgina.  

Fleiri myndir af árshátíðinni má finna í myndasafni

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla