Bæjastjóri í heimsókn hjá 6. bekk

Nýlega unnu nemendur verkefni um úrbætur í heimabyggð þar sem þeir áttu að skoða nærumhverfi sitt og finna hvað væri hægt að bæta og hvað væri vel gert. Nemendur fóru í vettvangsferð með kennurum þar sem þeir skráðu niður athuganir sínar. Þeir tóku ljósmyndir af jákvæðum og neikvæðum atriðum og ræddu upplifun sína í hópum. Nemendur flokkuðu athuganir sínar og skilgreindu helstu áskoranir og kynntu með glærukynningu mögulegar lausnir. Við ákváðum að bjóða Halldóru Fríðu bæjarstjóra í heimsókn til okkar til að hlusta á hugmyndir krakkanna. Halldóra þáði boðið með þökkum og mætti í Akurkot og hlustaði á krakkana kynna verkefnið sitt. Hún hrósaði nemendum fyrir boðið og sagði það einkar fróðlegt að fá að heyra frá þeim hvað þeir hefðu að segja um umhverfið sitt. Við þökkum bæjarstjóra kærlega fyrir heimsóknina.

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.