30. október 2014

Bleik rökkurganga

Bleik rökkurganga

Mánudaginn 3. nóvember kl 19:30 stendur Krabbameinsfélag Suðurnesja fyrir bleikri rökkurgöngu sem er hugsuð fyrir alla fjölskylduna. Gengið verður frá Holtaskóla og eru allir hvattir til að mæta með vasaljós, luktir eða höfuðljós. Allir fá afhenta bleika filmu yfir ljósin áður en gangan hefst. Gengið verður að skógræktinni í Vatnsholti þar sem boðið verður upp á heitt kakó og sögustund við varðeld. Ævar Þór Benediktsson mun lesa upp úr hinni frábæru bók sinni Þín eigin þjóðsaga. Með þessari göngu ljúkum við árlegu árvekniátaki varðandi krabbamein hjá konum og segju takk fyrir okkur.

 

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla