Bókaklúbbur NG

Gunnar Már Björgvinsson og Nína Björg Ágústsdóttir nemendur í Kiðlingum stofnuðu bókaklúbb vegna mikils lestraráhuga. Sjá samtal þeirra á milli:
Hvernig stóð á því að þið stofnuðuð bókaklúbb?
Gunnar: Það byrjaði uppi á bókasafni, ég sagði Nínu að ég ætlaði að búa til Skúla skelfi bók og af því ég gat ekki teiknað myndirnar en það gat hún, þá ákváðum við að hafa það þannig að ég skrifaði söguna en Nína teiknaði myndirnar.
Af hverju vilduð þið búa til bók um Skúla skelfi?
Nína: Af því bækurnar um hann Skúla eru svo skemmtilegar?
Ert þú sammála því Gunnar?
Gunnar: Já,þær eru mjög skemmtilegar.
Hvernig gengur svo að semja bækurnar?
Gunnar og Nína: Það gengur vel. Við erum byrjuð á einni, en svo bættum við annari við sem er Skúla skelfi brandara bók.
Ætli þið að semja fleiri bækur?
Nína: Já, við vorum búin að ákveða að semja nokkrar til viðbótar.
Gangi ykkur vel við bókaskrifin og ég fæ kannski að fylgjast með.
Gunnar og Nína: Já, endilega.

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.