3. janúar 2024

Breytingar í stjórnun Akurskóla

Breytingar í stjórnun Akurskóla

Nú um áramótin verða smávægilegar breytingar í stjórnun Akurskóla. Sigurbjörg Róbertsdóttir skólastjóri hefur tekið að sér tímabundið verkefni sem grunnskólafulltrúi menntasviðs Reykjanesbæjar í hálfu starfi. Hún mun því sinna stjórnun Akurskóla að hluta til ásamt að vinna sem grunnskólafulltrúi.

Í hennar stað höfum við fengið inn liðsauka í stjórnendateymið. Ólöf S. Sigurðardóttir hóf störf í Akurskóla þann 3. janúar. Ólöf er grunnskólakennari og lauk meistaranámi í stjórnun menntastofnana frá Háskóla Íslands. Hún er með mikla reynslu af kennslu á mið- og yngsta stigi og skólastjórnun. Hún starfaði sem skólastjóri Flataskóla í Garðabæ í 9 ár, þar áður var hún aðstoðarskólastjóri Sjálandsskóla og umsjónarkennari bæði í Sjálandsskóla og Flataskóla. Hún er ein af stofnendum fyrirtækisins Aukakennari sem sérhæfir sig í að leysa forföll í grunnskólum.

Við hlökkum til samstarfsins við Ólöfu og bjóðum hana velkomna.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla