Brúum bilið - þorraþema
Þessa dagana er sameiginlegt þorraþema hjá 1. bekk og skólahópunum á leikskólunum Akri og Holti. Hópunum er blandað og þau vinna mörg skemmtileg verkefni tengd þorranum og gamla tímanum. Þau búa til rúgbrauð, smjör og sviðasultu á Holti, spila þorrabingo, þæfa ull, lesa rúnir og fara í gamla leiki í Akurskóla og læra um krumma og föndra þorratrog á Akri. Einnig fara hóparnir í Víkingaheima og Stekkjarkot þar sem þau fara í leiki og heyra söguna um Gilitrutt. Þemadagarnir enda á þorrablóti á bóndadaginn. Þar verður sungið og borðaður þorramatur m.a. maturinn sem krakkarnir bjuggu til á Holti.

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.