Brúum bilið
Þessa dagana heimsækja leikskólabörn af Akri og Holti Akurskóla. Þau fara inn í bekk með nemendum 1. bekkja, spyrja nemendur spurninga sem brennur á þeim og vinna skólaverkefni. Þetta er liður í að undirbúa þau fyrir grunnskólagönguna sem hefst nk. haust. Í þetta skipti máttu þau hafa með sér nesti til að borða í nestistímanum og fannst þeim það mjög spennandi.

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.