Dagur einhverfunnar
Föstudaginn 10.apríl nk. ætlum við í Akurskóla að halda uppá dag einhverfunnar en hann er haldinn 2.apríl ár hvert. Þar sem hann bar upp á Skírdag verður blái dagurinn haldinn nú á föstudaginn.
Við hvetjum nemendur og starfsfólk til að mæta í einhverju bláu.
Athyglisverðar staðreyndir um einhverfu:
- Einkenni einhverfu geta verið mörg og af mismunandi styrkleika.
- Barn sem er greint með röskun á einhverfurófi á við verulega erfiðleika að etja á þremur sviðum:
* skerta færni til að taka þátt í félagslegum samskiptum
* skerta færni í máli og tjáskiptum
* sérkennilega og áráttukennda hegðun
- Misjafnt er þó hvernig þessir erfiðleikar koma fram og er það mjög einstaklingsbundið.
- Sum börn tjá sig mikið á meðan önnur lítið sem ekkert.
Barn með einhverfu skynjar veröldina á annan hátt en aðrir.
Barn með einhverfu getur verið með sérgáfur eða einstaklega sterk á ákveðnu sviði og sjá oft veröldina út frá myndum.
Mikilvægt er að hver og einn einstaklingur fái að njóta sín og þekki sína styrkleika. Veröldin er svo miklu skemmtilegri þegar fjölbreytnin fær að blómstra.
Við í Akurskóla ætlum að fagna fjölbreytileikanum og mæta í bláu í skólann á föstudaginn.

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.