21. nóvember 2022

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur á sal Akurskóla. Hátíðarhöldin voru þrískipt en þau hófust í morgun á því að nemendur í 3. - 6. bekk stigu á svið og sungu íslensk lög sem hver árgangur hafði æft.

Nemendur í 1. og 2. bekk ásamt elstu nemendum af leikskólunum Akri og Holti fengu rithöfundinn Áslaugu Jónsdóttur í heimsókn sem las uppúr bókum sínum. Einnig stigu nemendur 1. og 2. bekkjar á svið og sungu sitt hvort lagið.

Eftir hádegið komu nemendur 7. – 10. bekk á sal og fylgdust með spurningakeppni milli nemanda 10. bekkjar og kennara. Soffía Huld Ævarsdóttir, Jakob Elí Thomsen Þórarinsson og Alexander Máni Ólafsson kepptu fyrir hönd 10. bekkjar en fyrir hönd kennara kepptu Freyr Brynjarsson, Fannar Sigurpálsson og Þórunn Kristjánsdóttir. Keppnin var æsispennandi en fór svo að lokum að kennarar báru sigur úr bítum.

Á Degi íslenskrar tungu hefst Stóra upplestrarkeppnin og af því tilefni var útbúið púlt sem var afhent núverandi 7. bekk af keppendum frá síðasta skólaári. Púltið var listilega skreytt af Erni Inga Þorvaldssyni, nemanda í 9. bekk, og mun síðan ganga til 7. bekkjar á hverju ári. Júlía Sól Héðinsdóttir og Ásta Dís Óladóttir voru fulltrúar okkar í síðustu keppni og lásu upp ljóð í tilefni dagsins. Einnig afhentu þær Tristani Orra Borghildarsyni og Örnu Dís Emilsdóttur, nemendum í 7. bekk, púltið.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla