23. nóvember 2023

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu

Þann 16. Nóvember var haldinn hátíðlegur Dagur íslenskrar tungu í Akurskóla. Nemendur í 2. - 6. bekk komu á sal og voru með atriði sem þeir hafa verið að æfa undanfarna daga. Fyrsti hópurinn til að stíga á stokk voru 4., 5. og 6. bekkur sem sungu lögin Draumar geta ræst, Skólarapp og Snjókorn falla.

Eftir frímínútur fengu nemendur í 2. og 3. bekk að láta ljós sitt skýna og sungu Í síðasta skipti og Krummi svaf í klettagjá. 1. bekkur mættu á sal og fengu að horfa.

Eftir hádegismat var komið að nemendum í 7. til 10. bekk að mæta á sal. Byrjað var á því að setja Stóru upplestrarkeppnina og afhentu Arna Dís og Orri, keppendur upplestrarkeppninnar á síðasta skólaári, Benediktu og Sumarrós nemendum í 7. bekk púltið okkar sem notað er til æfinga fyrir keppnina. Að endingu kepptu nemendur 10. bekkjar við kennara í æsispennandi spurningakeppni sem fór að lokum þannig að kennarar báru sigur úr bítum. Keppendur 10. bekkjar voru Ísak Máni, Mikael Máni og Rakel Viktoría. Fyrir hönd kennara kepptu Fannar, Dóra Björk og Haraldur.

Nemendur í 1. bekk ásamt elstu nemendum á leikskólnunum Akri og Holti fengu svo heimsókn frá Skáld í skólum þann 21. Nóvember. Þar komu þau Rán Flygering og Hjörleifur Hjartarson með skemmtilegt atriði þar sem þau sögðu börnunum sögur og sungu fyrir þau.  

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla