Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur á sal skólans í dag. Nemendur voru með fjölbreytt skemmtiatriði. Tónlistaratriði, myndbandssýningu af íslenskum orðtökum og orðunum okkar, upplestur á ljóðum og heilræðavísum, söngur og margt fleira einkenndi þennan dag. Afhending vegna Ljóðaakurs var og voru veitt verðlaun fyrir besta ljóðið í hverjum árgangi fyrir sig og voru verðlaunin þar súkkulaðidagatal frá Nettó og viðurkenningarskjal.
Aukaverðlaun voru gefin fyrir besta ljóðið á hverju stigi fyrir sig og voru verðlaunin bíómiðar fyrir 2 í boði Sambíó.
Á yngsta stigi hlaut Dagrún Ragnarsdóttir verðlaun
Á miðstigi hlaut Stefanía Lind Guðmundsdóttir verðlaun
Á efsta stigi hlaut Þórdís Anja Ragnarsdóttir verðlaun
Einnig verða bestu ljóð á hverju stigi birt í Víkurfréttum nk. fimmtudag.

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.