Dagur íslenskrar tungu í Akurskóla
16. nóvember ár hvert er haldið uppá Dag íslenskrar tungu. Þar sem daginn bar upp á sunnudegi þá héldum við í Akurskóla uppá daginn 18. nóvember.
Hefð er fyrir því að 1. bekkur og elstu nemendur leikskólanna Akurs og Holts fái upplestur frá rithöfundi. Í ár var það Iðunn Arna Björgvinsdóttir, annar höfundur bókaflokksins Bekkurinn minn, sem las upp úr nýjustu bók sinni. Nemendur skemmtu sér vel og voru mjög áhugasamir.
Nemendur í 2.-4. bekk hófu daginn með skemmtilegum atriðum. 2. bekkur söng lagið Krummi krunkar úti og Krummi svaf í klettagjá, 3. bekkur söng Buxur, vesti, brók og skór og lásu upp ljóðið Nú andar suðrið eftir Jónas Hallgrímsson. 4. bekkur söng lagið Róa með Væb. Glæsilegt hjá þeim og stóðu allir nemendur sig vel.
Nemendur í 5. og 6. bekkur mættu á sal með glæsileg atriði. 5. bekkur söng Lífið er yndislegt og 6. bekkur var með skemmtilega útfærðar orðskýringar á íslenskum orðum. Mjög flott atriði og voru allir til fyrirmyndar.
Að lokum komu nemendur í 7.-10. bekk á sal og fylgdust með spurningakeppni milli 10. bekkjar og kennara. Æsispennandi keppni en það voru samt kennarar sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Í liði 10. bekkjar voru Bergur Leó Sigurþórsson, Arnar Bent Finnsson og Orri Guðjónsson. Í liði kennara voru Haraldur Haraldsson, Þorgrímur Guðni Bjarnason og Aníta Rós Sigurðardóttir.
Frábær dagur og mikið af hæfileikaríkum nemendum í Akurskóla.
Myndir frá deginum eru í myndasafni.
Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.


