1. nóvember 2023

Draugahús á Hrekkjavöku

Draugahús á Hrekkjavöku

Nemendur í 5. bekk lögðust í heljarinnar verkefni í aðdraganda Hrekkjavökunnar. Þau breyttu kennslurýminu sínu í hræðilegt draugahús og buðu svo yngsta- og miðstigi í heimsókn. Nemendur og starfsfólk hjálpuðust að við að setja draugahúsið upp og svo mættu allir í sínum hræðilegustu búningum og hræddu líftóruna úr þeim sem þorðu að labba í gegn. Svo að sjálfsögðu lögðust allir á eitt við að ganga frá stofunni að draugahúsinu loknu. Þarna sýndi 5. bekkur svo sannarlega frumkvæði að frábærri skemmtun fyrir skólafélaga sína og hvað þau eru frábær í að vinna saman og hjálpast að. Myndir úr draugahúsinu má sjá í myndasafni en varúð, þær eru ekki fyrir viðkvæma!

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla