Eldvarnarvika
Í tilefni af eldvarnarviku komu fulltrúar Brunavarna Suðurnesja í heimsókn í 3. bekk og fræddu nemendur um brunavarnir á heimilum. Hver nemandi fékk gjöf frá Brunavörnum Suðurnesja og nemendur fengu fræðslupakka með sér heim og getraun sem þau eiga að svara. Hápunkturinn var að fá að skoða slökkviliðsbílinn og fá að sprauta vatni úr slöngunni. Þetta var mjög fróðleg og skemmtileg heimsókn og þökkum við þeim fyrir komuna.

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.