Fjörheimar opna í Akurskóla

Miðvikudagskvöldið 27. ágúst var fyrsta kvöldopnun hjá félagsmiðstöðinni Fjörheimum í Akurskóla fyrir nemendur í 8-10.bekk. Mikil stemning myndaðist þar sem um 40 ungmenni mættu á fyrsta opna húsið í blíðskaparveðri. Farið var í leiki, út í körfubolta og pókó og svo fylltist hugmyndakassinn af flottum hugmyndum um hvað ungmennin vilja gera í félagsmiðstöðinni á skólaárinu. Fyrir frábærar hugmyndir voru ungmennin svo verðlaunuð með pizzaveislu.
Fjörheimar eru nú með fjórar starfstöðvar og geta ungmenni í Reykjanesbæ sótt skipulagt félagsmiðstöðvastarf öll virk kvöld í vetur. Hérna eru opnunartímar Fjörheima í Akurskóla skólaárið 2025-2026.
👉 Fyrir 8.–10. bekk:
Alla virka daga í frímínútum og hádegi
Mánudaga, miðvikudaga og annan hvern föstudag kl. 19:00–21:30
👉 Fyrir 5.–7. bekk:
Mánudaga og miðvikudaga kl. 14:00–15:30
Sérstakar opnanir fyrir 7. bekk á miðvikudögum kl. 15:30–17:00

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.