Foreldrakaffi miðvikud. 8. okt kl 20

Kæru foreldrar,
Í bréfi sem stjórn foreldrafélagsins sendi ykkur nú í skólabyrjun sögðum við ykkur frá því að Foreldrafélag Akurskóla hefur meðal annars það hlutverk að:
- Vera samstarfsvettvangur foreldra sem eiga börn í skólanum.
- Efla og tryggja gott samstarf foreldra og starfsfólks skólans.
- Styðja heimili og skóla við að skapa nemendum góð uppeldis- og menntunarskilyrði.
Nú þurfum við, kæru foreldrar, að rísa upp og standa við þessi orð. Glæsilegt skólahúsnæðið rúmar ekki fyrirhugaðan fjölda nemenda sem mun hefja skólagöngu á næstu árum. Þetta þýðir að það frábæra starf sem búið er að byggja upp og fram fer í Akurskóla kemur til með að eiga undir högg að sækja.
Hvað er til ráða?
Eigum við að sætta okkur við að ákveðnum árgöngum verði keyrt yfir í aðra skóla? Eigum við að sætta okkur við að skólalóðin fyllist af færanlegum skólastofum? Eigum við að krefjast þess að byrjað verði á framkvæmdum við Dalsskóla?
Hvað vilt þú?
Okkur í stjórn foreldrafélagsins langar til að bjóða ykkur foreldrar góðir, í kaffi og með því miðvikudagskvöldið 8. október kl. 20:00-22:00.
Við það tækifæri viljum við kynna fyrir ykkur hvaða áform eru uppi á borðum fræðsluyfirvalda til að leysa áðurnefndan, bráða húsnæðisvanda Akurskóla.
Með þessu langar okkur til að skapa vettvang þar sem við, foreldrar, getum hist og rætt málin, séð framan í aðra foreldra og jafnvel kynnst nýjum!
Stillum saman strengina, nýtum sterka rödd okkar og tölum saman.
Kæru foreldrar, kíkið í kaffi í skólann okkar!
Bestu kveðjur
Stjórn Foreldrafélags Akurskóla

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.