24. mars 2014

Forskólatónleikar

Í morgun komu Lúðra- og strengjasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og hélt hina árlegu tónleika ásamt nemendum í 2.bekk í Akurskóla. Nemendur í 2. bekk spiluðu á blokkflautu og sungu nokkur lög.  Þeir stóðu sig mjög vel og það var flottur hópur sem stóð á sviðinu. Nemendur í 1.-3. bekk fylgdust með ásamt nokkrum foreldrum.

Á morgun, þriðjudaginn 25. mars kl 19:30 verða haldnir Stórtónleikar í íþróttamiðstöðinni í Njarðvík. Þar koma fram allir nemendur 2. bekkja í skólum Reykjanesbæjar ásamt Lúðra- og strengasveit Tónlistarskólans. Nemendur eiga að mæta kl 19:15 með blokkflauturnar sínar og vera snyrtilega klædd. Tónleikarnir taka 30 mín og eru allir velkomnir 

 

 
 
Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla