28. febrúar 2024

Fótboltamót miðstigs

Fótboltamót miðstigs

Það var líf og fjör í íþróttahúsinu okkar í morgun þegar nemendafélag Akurskóla hélt glæsilegt fótboltamót fyrir miðstig. Hver árgangur átti sinn lit en 5. bekkur klæddist rauðu, 6. bekkur grænu og 7. bekkur bláu. Keppendur og stuðningslið stóðu sig frábærlega en að lokum stóðu 6. bekkingar uppi sem sigurvegarar í æsispennandi leik á móti 7. bekk. Einstaklega vel heppnað mót og er hugur um að halda aftur keppni milli þessara árganga en þó í annari íþrótt.

Takk fyrir glæsilega skipulagningu, nemendafélag Akurskóla.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla