30. ágúst 2013

Frá toppi til táar

Aðalheiður Hanna kom í heimsókn í 7. bekk í morgun með spilið sitt, Frá topppi til táar, sem var lokaverkefnið hennar í B.Ed kennslufræðum. Spilið er námsspil í líffræði mannsins og er ætlað til að vekja áhuga og auka þekkingu nemenda á námsefni í líffræði ásamt því að stuðla að fjölbreyttum kennsluaðferðum. Nemendur í 7. bekk voru í námsefninu í fyrra og voru nokkrir þeirra að prufa spilið fyrir hana. Spilið vakti mikla lukku og áætlað er að koma aftur seinna og leyfa fleirum að prufa. 

 

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla