14. október 2013

Göngum í skólann

Göngum í skólann

Miðvikudaginn 2. október var alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn haldinn hátíðlegur víða um heim. Um leið lauk formlega verkefninu Göngum í skólann hér á landi. Er þetta í sjötta skipti sem Ísland tekur þátt í verkefninu. Hófst það í Bretlandi árið 2000 og hefur þátttaka stöðugt farið vaxandi

Megin markmið Göngum í skólann eru að hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar. Að draga úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum. Auk þess er reynt að stuðla að vitundarvakningu fyrir vistvænan ferðamáta og umhverfismálum og það hversu „gönguvænt“ umhverfið er.

Nemendur í Akurskóla voru að sjálfsögðu þátttakaendur í þessu verkefni og voru nemendur hvattir til að ganga eða hjóla í skólann í 4 vikur. Einnig voru þeir nemendur sem þurftu að taka strætó eða var skutlað af foreldrum hvattir til að fara út í einhverri vegalengd frá skólanum og fengu þannig skráð að þau hefðu gengið í skólann. Margir nemendur nýttu sér þetta. Nemendur voru mörg hver mjög dugleg við þetta verkefni.

 

Í ár var í þriðja sinn veittur sérstakur gullskór á hverju stigi fyrir þann bekk sem var duglegastur að ganga/hjóla.

Sigurvegarar í ár voru:

 

 Yngsta stig: Kálfar (3.b)

  Miðstig: 5.bekkirnir tveir Háhyrningar og Hnúfubakar  

  Unglingastig: Þrestir (9.b)

 

 

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla