Göngum í skólann
Í október er alþjóðlegur skólagöngumánuður - og alþjóðlegi ,,göngum í skólann" dagurinn var miðvikudagurinn 8. október 2014. Nemendum í 50 þátttökulöndunum gafst í októbermánuði kærkomið tækifæri til að ganga meira í skólann. Út af veðuraðstæðum ákvað verkefnisstjórn Göngum í skólann á Íslandi að Göngum í skólann mánuðurinn hérlendis sé september. Göngum í skólann verður sett þann 10. september og því lauk formlega á alþjóðlega Göngum í skólann deginum 8. október sl.
Nemendur í Akurskóla tóku þátt í þessu verkefni og stóðu sig mjög vel.
Veittur var Gullskórinn fyrir þann bekk sem gekk oftast til skóla á tímabilinu.
Á yngsta stigi var það 4. HRK, á miðstigi var það 6. GIK og á unglingastigi var það 9. SÓM.

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.