16. október 2023

Göngum í skólann og Ólympíuhlaup ÍSÍ - uppgjör

Göngum í skólann og Ólympíuhlaup ÍSÍ - uppgjör

Þriðjudaginn 10. október voru veittar viðurkenningar fyrir Göngum í skólann og Ólympíuhlaup ÍSÍ.

Nemendum var skipt milli stiga og fór athöfnin fram í íþróttasal Akurskóla. Góð þátttaka var í báðum verkefnunum. Viðurkenningar voru veittar fyrir þá sem hlupu fjóra hringi eða fleiri í Ólympíuhlaupinu en hver hringur er 2,5 km.

Ár hvert er keppt um gullskóinn en sá bekkur sem gengur oftast í skólann hreppir hann. Í ár voru það nemendur í 3., 6. og 9. bekk sem hlutu gullskóinn.

Myndir í myndasafni skólans. 

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla