Gróðursetning við Kamb

Í vor sótti Akurskóli um styrk til Yrkjusjóðs um plöntur til gróðursetningar. Fengum við 70 þúsund króna styrk. Farið var í samstarf við Umhverfis- og framkvæmdasvið Reykjanesbæjar um að finna stað til að planta trjánum og var ákveðið að móinn fyrir neðan Kamb væri tilvalinn staður.
Miðvikudaginn 15. október var farið í að gróðursetja og voru nemendur í 7. bekk fengin til að taka þátt í þessu verkefni með okkur og komu tveir starfsmenn frá Umhverfis- og framkvæmdarsviði þau Sigríður María Eyþórsdóttir og Kristján Bjarnason til að stýra gróðursetningunni.
Þetta var skemmtilegt verkefni og verður gaman að fylgjast með trjánum vaxa og dafna í framtíðinni.

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.