3. apríl 2014

Grunnskólamót í sundi

Grunnskólamót í sundi

Boðsundkeppni Grunnskólanna verður haldinn þriðjudaginn 8. april n.k. í

Laugardalslauginni í Reykjavík.

Hér í Akurskóla er mikill áhugi á keppninni og komast færri að en vilja J

Á morgun föstudag verður smá undan keppni hér í skólanum á skólatíma og þeir sem hafa áhuga á að taka þátt eru beðnir um að koma með sundföt. Tímatakan verður kl. 9.45 - 10.00

Tekinn verður tíminn á hverjum og einum að synda eina ferð skriðsund og munu fjórir hröðustu taka þátt í loka keppninni þann 8. apríl.

    

Dagskrá mótsins þann 8. apríl:

Upphitun hefst kl 12. 30 og keppni hefst kl 13.15.

Keppt verður á 4 brautum í 25m laug og verður þetta útsláttarkeppni. Eftir að öll lið úr hvorum flokki hafa lokið keppni þá fara 8 hröðustu liðin áfram, síðan 4 og loks 2 lið.

Dagskráin er sem hér segir:

·       Upphitun hefst kl 12.30

·       Keppni hefst kl 13.15

·       5.- 7 bekkur byrjar keppnina

·       Síðan keppir 8. – 10 bekkur

·       Liðin með 8 hröðustu tímana úr 5. – 7 bekk keppa

·       Liðin með 8 hröðustu tímana úr 8.- 10 bekk keppa

·       Liðin með 4 hröðustu tímana úr 5. – 7 bekk keppa

·       Liðin með 4 hröðustu tímana úr 8. – 10 bekk keppa

·       Liðin með 2 hröðustu tímana úr 5. – 7 bekk keppa

·       Liðin með 2 hröðustu tímana úr 8. – 10 bekk keppa

Að lokinni keppni verður verlaunaafhending.

Veitt verða þrenn verðlaun í hvorum aldursflokki ( 1. – 3. sæti)

Sá skóli sem sigrar fær sæmdarheitið

„Grunnskólameistari í sundi“.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla